Selenskí á lista yfir eftirlýsta glæpamenn

Volodímír Selenskí Úkraínu­for­seti.
Volodímír Selenskí Úkraínu­for­seti. AFP/Úkraínska forsetaembættið

Rússar hafa bætt Volodímír Selenskí Úkraínu­for­seta á lista yfir eftirlýsta glæpamenn. 

Í dag mátti sjá nafn Selenskís í gagnagrunni rússneska innanríkisráðuneytisins yfir þá sem eru „eftirlýstir“ af stjórnvöldum fyrir glæpi. 

Selenskí er eftirlýstur „samkvæmt hegningarlögum“. Ekki var farið í nánari útskýringar. 

AFP-fréttaveitunni hefur ekki borist svör um af hverju Selenskí er á listanum.

Tugir þúsunda á listanum

Selenskí greindi frá því í fyrra að hann vissi um að minnsta kosti „fimm eða sex“ tilraunir til þess að taka hann af lífi. 

Degi eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti í sjónvarpsávarpi að úkraínski herinn ætti að steypta Selenskí af stóli. 

Tugir þúsunda einstaklinga eru á lista rússneskra stjórnvalda yfir eftirlýst fólk, þar á meðal fjöldinn allur af erlendum leiðtogum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert