Burnley náði í stig á Old Trafford

Zeki Amdouni jafnaði metin.
Zeki Amdouni jafnaði metin. AFP/Oli Scarff

Manchester United og Burnley gerðu jafntefli á Old Trafford í Manchester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

United er í sjötta sæti deildarinnar með 54 stig. Burnley er í 19. og næstsíðasta sæti með 24 stig.

United-liðið fór bet­ur af stað og var vaðandi í fær­um fyrstu 20 mín­út­urn­ar. Ant­ony fékk megnið af fær­um United-manna en fór illa að ráði sínu fyr­ir fram­an markið. 

Burnley tók síðan yf­ir­hönd­ina það sem eft­ir lifði fyrri hálfleiks en Lyle Foster fékk tvö frá­bær mark­tæki­færi en André On­ana markvörður United sá við hon­um í bæði skipti. 

Rasmus Höjlund, framherji United, í baráttunni við Dara O'Shea.
Rasmus Höjlund, framherji United, í baráttunni við Dara O'Shea. AFP/Oli Scarff

United var aft­ur sterk­ari aðil­inn mest­all­an seinni hálfleik­inn en Burnley fékk hins veg­ar líka sín tæki­færi.

Ant­ony fékk aft­ur tvö góð færi en Ar­ja­net Muric í marki Burnley varði frá hon­um í bæði skipti. 

Jóhann Berg Guðmundsson kom þá inn á 72. mínútu leiksins. 

Ant­ony tókst þó loks að skora á 80. mín­útu leiks­ins. Þá sendi Sand­er Ber­ge, miðjumaður Burnley, bolt­ann á Ant­ony og hann keyrði að teig Burnley-manna. Stýrði hann síðan bolt­an­um í netið í litlu jafn­vægi og kom United yfir, 1:0. 

Stuttu seina stökk On­ana á Zeki Amdouni inn í teig United-manna. Eft­ir at­hug­un í VAR-sjánni dæmdi John Brooks á punkt­inn og Burnley fékk víti. Á punkt­inn steig Amdouni sjálf­ur og skoraði ör­ugg­lega, 1:1.

Bæði lið sóttu til sigurs það sem eftir lifði leiks en skildu að lokum jöfn, 1:1. 

Manchester United heimsækir Crystal Palace í næstu umferð. Burnley fær Newcastle í heimsókn. 

Man. United 1:1 Burnley opna loka
90. mín. Sex mínútum bætt við og nú vilja United-menn víti er Antony skýtur boltanum í höndina á Vitinho. VAR-sjáin er hins vegar ekki á því máli og leikur heldur áfram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert