Valskonur sóttu sigur í Laugardalinn

Katie Cousins, á sínum gamla heimavelli, með boltann fyrir Val. …
Katie Cousins, á sínum gamla heimavelli, með boltann fyrir Val. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir, sem lék áður með Val, eltir hana. mbl.is/Óttar Geirsson

Þróttur og Valur mættust í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á heimavelli Þróttar í Laugardalnum.

Leikurinn endaði 2:1 fyrir Val, sem þýðir að Valskonur eru með 6 stig á toppi deildarinnar. Þróttur er með eitt stig eftir tvo leiki.

Valur byrjaði leikinn betur og eftir aðeins 9 mínútna leik skoraði Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir mark eftir glæsilegt spil hjá Val, 1:0.

Þróttur var ekki lengi að svara fyrir sig og á 16. mínútu skoraði Sierra Marie Lelii eftir að slaka sendingu til baka frá Val 1:1.

Á 24. mínútu komust Valskonur aftur yfir, 2:1, þegar hin sjóðheita Amanda Andradóttir skoraði sitt þriðja mark á þessu tímabili.

Bæði lið byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti. Kristrún Rut Antonsdóttir fékk fínasta færi í byrjun seinni hálfleiks en skot hennar var framhjá. Valur tók síðan stjórnina í kjölfarið og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Lokaniðurstöður 2:1 fyrir Val.

Þróttur R. 1:2 Valur opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert