Nær samfelld slydda eða snjókoma

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lægð nálgast nú úr austri og verður því norðan- og norðaustanátt í dag, víða kaldi eða stinningskaldi og dálitlar skúrir eða él. 

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Bjart verður þó að mestu um landið suðvestanvert. 

Austanlands má búast við nær samfelldri slyddu eða snjókomu fram eftir degi. 

Hiti yfir daginn verður frá 1 stigi norðaustanlands og að 12 stigum suðvestantil. 

Á morgun verður austan strekkingur syðst á landinu, en annars hægur vindur. 

Þá má búast við stöku skúrum víða um land og gæti gert stöku skúrir á höfuðborgarsvæðinu. Lengst af þurrt og bjart á Norðvestur- og Vesturlandi. 

Það mun hlýna í veðri. 

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert