Valur fer ekki fyrir Hæstarétt

Fjórtán ára fangelsisdómur Vals mun ekki fara fyrir Hæstarétt.
Fjórtán ára fangelsisdómur Vals mun ekki fara fyrir Hæstarétt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mál Vals Lýðssonar, sem var fyrr í mánuðinum dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Landsrétti, fer ekki fyrir Hæstarétt. Ákæruvaldið sótti ekki um heimild til áfrýjunar til Hæstaréttar, enda var niðurstaða Landsréttar í samræmi við það sem ákæruvaldið lagði upp með. 

Sömuleiðis óskaði Valur ekki eftir leyfi til að áfrýja dóminum til Hæstaréttar. Þetta staðfestir Magnús Óskarsson, lögmaður Vals, í samtali við mbl.is. „Áfrýjunarfresturinn leið á föstudag og við reyndum það ekki,“ segir hann.

Eins og áður segir var Valur dæmdur í Landsrétti í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana á heimili Vals að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð í fyrra. Valur hafði í héraði verið dæmdur í sjö ára fangelsi en dómurinn var þyngdur um önnur sjö í Landsrétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert