Tap Ljósleiðarans margfaldast á milli ára

Ljósleiðarinn er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur.
Ljósleiðarinn er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Atli Már Hafsteinsson

Tap Ljósleiðarans, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, nam í fyrra 570 milljónum króna, samanborið við tæplega 90 milljóna króna tap árið 2022.

Þetta kemur fram í tilkynningu Ljósleiðarans til Kauphallarinnar þar ársreikningur félagsins er birtur. Þar kemur einnig fram að dregið verður úr fjárfestingum Ljósleiðarans þangað til niðurstaða fæst í hlutafjáraukningu félagsins.

Eins og Morgunblaðið hefur fjallað um er lítill áhugi meðal fjárfesta á fyrirhuguðu hlutafjárútboði, sem hefur tafist af þeim sökum. Heimild til aukningar hlutafjár og sölu þess gildir út þetta ár.

Tekur Ljósleiðarans í fyrra námu rúmum 4,3 milljörðum króna og jukust um rúmar 500 milljónir króna á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir skatta og fjármagsnliði nam tæpum 1,1 milljarði króna og dróst saman um rúmar 230 milljónir króna á milli ára.

Fjármagnskostnaður félagsins nam í fyrra um 1,8 milljörðum króna og jókst um rúmar 380 milljónir króna á milli ára. Eins og áður hefur komið fram tók Ljósleiðarinn lán á háum vöxtum til að fjármagna kaup félagsins á stofnneti Sýnar. Félagið hefur ekki viljað upplýsa um kjörin á lánunum né veita frekari upplýsingar um fjármögnunina. Vaxtaberandi skuldir félagsins voru um síðustu áramót tæpir 18 milljarðar króna, og jukust um rúma tvo milljarða króna á árinu.

Eigið fé Ljósleiðarans í árslok síðasta árs var um 12,9 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið um 35%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK