Tap Ljósleiðarans rúmlega þrefaldast

Birna Bragadóttir er formaður stjórnar Ljósleiðarans.
Birna Bragadóttir er formaður stjórnar Ljósleiðarans. Ljósmynd/Aðsend

Tap Ljósleiðarans á fyrri helmingi þessa árs nam tæpum 250 milljónum króna, samanborið við tæpar 72 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Tapið rúmlega þrefaldast á milli ára.

Ljósleiðarinn er sem kunngt er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur.

Tekjur félagsins á tímabilinu námu um tveimur milljörðum króna, og hækkuðu um 200 milljónir króna á milli ára. Rekstarhagnaður félagsins (EBITDA) nam rúmlega 1,4 milljarði króna og jókst um tæpar 140 milljónir króna á milli ára. Aftur á móti hafa afskriftir og fjármagnskostnaður mikil áhrif á afkomu félagsins.

Skuldir aukast um milljarð

Vaxtaberandi skuldir Ljósleiðarans námu í lok júní um 17,1 milljarði króna og höfðu þá aukist um rúman milljarð króna frá áramótum. Fjármagnskostnaður félagsins á fyrri helmingi ársins namu um 950 milljónum króna, en eins og Morgunblaðið greindi frá undir lok síðasta árs tók félagið dýr lán til að fjármagna kaup sín á innviðum Sýnar fyrir um þrjá milljarða króna.

Ljósleiðarinn undirbýr nú hlutafjáraukningu. Sú hlutafjáraukning var boðuð um mitt ár í fyrra, án þess að fyrir lægi heimild frá eigendum félagsins, þegar tilkynnt var um kaup félagins á tveimur fjarskiptastrengjum Atlantshafsbandalagsins. Hlutafjáraukningin átti að fara fram á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í uppgjörstilkynningu frá félaginu í dag kemur fram að tímasetningunni verði hagað eftir markaðsaðstæðum. Þá kemur fram að nýtt hlutafé verði meðal annars nýtt til að greiða niður lán félagsins.

Starfslok framkvæmdastjórans kostaði 26 m.kr.

Erling Freyr Guðmundsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri Ljósleiðarans fyrr í sumar eftir að hafa gegnt starfinu í um átta ár. Í árshlutauppgjöri félagsins kemur fram að gjaldfærð laun og orlof vegna starfsloka hans nemi um 26 milljónum króna.

Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn Atli Már Hafsteinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK