Missir af Evrópumótinu

Destiny Udogie verður ekki með Ítalíu á EM.
Destiny Udogie verður ekki með Ítalíu á EM. AFP/Henry Nicholls

Ítalski knattspyrnumaðurinn Destiny Udogie, leikmaður Tottenham á Englandi, verður ekki með landsliði þjóðar sinnar á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar vegna meiðsla.

Hinn 21 árs gamli Udogie meiddist á læri á æfingu með Tottenham. Hann hefur gengist undir aðgerð en verður ekki búinn að jafna sig í tæka tíð fyrir EM.

Hann hefur leikið 28 leiki með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, skorað tvö mörk og lagt upp þrjú, en Ítalinn er bakvörður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert