Vill vera áfram hjá Liverpool

Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk. AFP/Benjamin Cremel

Hollenski knattspyrnumaðurinn Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, kveðst vilja halda kyrru fyrir hjá félaginu.

Samningur miðvarðarins rennur út eftir næsta tímabil, sumarið 2025, og því hafa verið uppi getgátur um framtíð hans.

„Það eru að fara í hönd miklar breytingar og ég er hluti af þeim. Ég held að félagið sé mjög upptekið við leitina að nýjum knattspyrnustjóra og það er í forgangi hjá því,“ hefur BBC Sport eftir van Dijk.

Ég elska félagið

Vísar hann þar til þess að Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri í sumaro og landi van Dijks, Arne Slot, er talinn líklegastur til þess að taka við starfinu.

„Eins og ég hef áður sagt er ég mjög ánægður hérna. Ég elska félagið og það er augljóst.

Félagið er stór hluti af lífi mínu, það er það eina sem ég get sagt,“ bætti Hollendingurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert