Stefnir í versta tímabil Man Utd frá upphafi

Erik ten Hag er í erfiðri stöðu á Old Trafford
Erik ten Hag er í erfiðri stöðu á Old Trafford AFP/ Oli SCARFF

Manchester United hefur tapað þrettán leikjum það sem af er tímabili í ensku úrvalsdeildinni, einum leik fleira en síðasta tímabil Ole Gunnar Solskjær við stjórnvölinn. 

Tímabil United hefur valdið stuðningsmönnum miklum vonbrigðum. Erik ten Hag hefur stýrt liðinu í tæp tvö ár og hefur fengið mikla fjármuni til að spila úr á félagskiptamarkaðnum en árangurinn er undir væntingum.

David Moyes
David Moyes AFP

Fall United úr Meistaradeildinni þar sem liðið hafnaði í neðsta sæti í riðli sem innihélt FC Kaumannahöfn og Galatasaray og 3:0 tap á Old Trafford gegn Bournemouth hafa verið á meðal verstu stunda stuðningsmanna liðsins. Sigur United á erkifjendunum í Liverpool í enska bikarnum var hinsvegar hápunktur.

Liðið situr í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en David Moyes var rekinn á sínum tíma eftir tíu mánuði í starfi þegar liðið var í sjöunda sæti. Ten Hag þarf fimm stig úr síðustu þremur leikjum liðsins til að forðast versta árangur Manchester United síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992.

Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær AFP

Liðið hefur fengið 55 mörk á sig en versti árangur liðsins var síðasta tímabil Solskjær þar sem liðið fékk 57 mörk á sig. Næsti leikur United er gegn Arsenal sem sitja á toppnum og hafa unnið tíu leiki með þremur mörkum eða meira og því ekki ólíklegt að ten Hag sitji einn að metinu óheppilega strax í næstu viku.

Rauðu djöflarnir eiga þrjá leiki eftir í deildinni auk bikarúrslitaleiks við Manchester City.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert