Scholes: Síðasti naglinn

Erik ten Hag á undir högg að sækja.
Erik ten Hag á undir högg að sækja. AFP/Adrian DENNIS

Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að tapið gegn Crystal Palace í gær sé síðasti naglinn í líkkistu Erik ten Hag sem knattspyrnustjóra United.

„Það vantaði kunnáttu og baráttu í liðið, Crystal Palace er gott lið en Manchester United ætti aldrei að tapa 4:0 fyrir þeim. Mér fannst ten Hag vera líklegur til að halda áfram með liðið en þannig líður mér ekki lengur.“

Scholes rifjar upp síðasta leik Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra rauðu djöflanna sem var niðurlægjandi 4:1-tap gegn Watford.

„Mér leið eins þegar Ole Gunnar tapaði fyrir Watford, eins og það væru endalokin.“

Scholes bætti við að frammistaða liðsins væri frekar á ábyrgð þjálfarans en leikmanna. „Það eru ekki margir slæmir leikmenn í United-liðinu, það virðist sem þeir séu ekki þjálfaðir, baráttuandinn finnst mér farinn úr liðinu.“

Paul Scholes er goðsögn hjá Manchester United.
Paul Scholes er goðsögn hjá Manchester United. AFP/Paul Ellis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert