Kjarasamningarnir höfðu ekki trúverðugleika

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri viðurkennir að hann hafi varpað öndinni léttar þegar almenni markaðurinn skundaði að samningaborðinu og undirritaði langtímasamninga til fjögurra ára. Hann segist hafa væntingar um að opinberi markaðurinn og háskólastéttirnar muni gert slíkt hið sama. Samningar af þessu tagi séu forsendan fyrir efnahagslegum stöðugleika. Þeir komi í veg fyrir höfrungahlaup og óæskileg stéttaátök.

Ásgeir er nýjasti gestur Spursmála og ræðir þar m.a. þá ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% en þar hafa þeir staðið frá því í ágúst í fyrra. Á þeim tíma mældist 12 mánaða verðbólga 7,7% en hafði hæst farið í 10,2% í febrúar sama ár. Nú mælist verðbólgan hins vegar 6,6%.

Tvísaga um kjarasamninga?

Í viðtalinu er Ásgeir einnig spurður út í ummæli Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra sem hún lét falla síðastliðinn miðvikudag þegar nýjasta ákvörðun peningastefnunefndar var kynnt. Þar sagði hún að skammtímasamningarnir í fyrra hafi reynst dýrkeyptir og hlaupið út í verðlag. Það hafi m.a. birst í fyrrnefndri verðbólgumælingu upp á 10,2%.

Höfðu ekki trúðverðugleika

„Ég held að þessir samningar sem voru gerðir fyrir ári síðan hafi ekki haft trúverðugleika. Ég held að þeir sem skrifuðu undir hafi raunverulega ekki trúað því að þeir myndu valda verðstöðugleika og því kom það strax fram í verðbólgu,“ útskýrir Ásgeir.

Hann hafði áður sagt að hann væri ánægður með niðurstöðu samninganna. Í viðtalinu útskýrir hann af hverju sú afstaða hafi breyst. Svarið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Viðtalið við Ásgeir má sjá og heyra í heild sinni hér fyrir neðan:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert