Hægagangur og vaxandi ókyrrð

Formaður BSRB segir að kjaraviðræðurnar hafi gengið ágætlega.
Formaður BSRB segir að kjaraviðræðurnar hafi gengið ágætlega. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hægagangur er í kjaraviðræðum BSRB við ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg um endurnýjun kjarasamninga. Flestir samningar á opinbera markaðinum runnu út í lok mars. „Okkar vonir stóðu til þess að við yrðum löngu búin að þessu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB.

Sameiginleg mál allra 19 aðildarfélaga bandalagsins eru á borði BSRB í viðræðunum. Kröfur um breytingar á vaktavinnu vega þungt í þeim viðræðum en Sonja segir að vonandi sjáist til lands í þeim.

Lengra virðist hins vegar í að niðurstaða náist um að tekin verði markviss skref í jöfnun launa á milli markaða. BSRB-félögin hafa lýst því yfir að samningar verði ekki undirritaðir nema gengið verði frá því með skýrum hætti.

„Við höfum gert það sem forsendu fyrir því að undirrita kjarasamninga að gengið verði frá áfangasamkomulagi varðandi jöfnun launa á milli markaða. Það samtal hefur gengið mjög hægt,“ segir Sonja.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert