Lyf Alvotech á bandaríska markaðinn

Róbert Wessmann, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech,
Róbert Wessmann, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech, mbl.is/Kristinn Magnússon

Anil Okey, framkvæmdastjóri viðskipta hjá líftæknifyrirtækinu Alvotech, sagði í stuttri kynningu fyrir fjárfesta núna í hádeginu, að frá með deginum í gær hafi sjálfsofnæmislyfið Simlandi (AVT02), tekið mikilvægt skref til að komast á lyfjamarkaðinn í Bandaríkjunum.

Anil sagði þetta vera stór tíðindi fyrir Alvotech, þar sem heilsölukostnaður lyfsins (e. WACC price), sem er verð sem heildsalar geta fengið lyfið á sé komið. Það þýðir að lyfið hefur fengið skráningu í bandaríska lyfjakerfinu og því mjög stutt í það að lyfið fari á markað.

Enn fremur greindi Anil frá því að Alvotech sé langt komin í viðræðum við stóra innkaupaaðila lyfja fyrir heilbrigðistryggingarkerfið í Bandaríkjunum og vonast er til að það verði tilkynnt á næstu vikum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK