Takmarkaður hagvöxtur á næstu árum

Vöxtur í ferðaþjónustu verður þó nokkuð minni en hann var …
Vöxtur í ferðaþjónustu verður þó nokkuð minni en hann var fyrst eftir að heimsfaraldrinum linnti. mbl.is/Jónas Erlendsson

Hagfræðideild Landsbankans spáir takmörkuðum hagvexti á næstu árum, 0,9% vexti í ár, 2,2% á næsta ári og 2,6% árið 2026.

Í tilkynningu frá hagfræðideild bankans segir að hátt vaxtastig haldi aftur af neyslu og fjárfestingu og að vöxtur í ferðaþjónustu verði þó nokkuð minni en hann var fyrst eftir að heimsfaraldrinum linnti.

„Heldur rofar til þegar líður á spátímann. Við spáum því að verðbólga hjaðni og verði komin niður í 5,5% á fjórða fjórðungi þessa árs og að á sama tíma hefjist vaxtalækkunarferli sem haldi áfram út spátímann,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Verðbólgu- og vaxtahorfur eru háðar ýmsum óvissuþáttum. Kjarasamningar eru enn lausir á stórum hluta vinnumarkaðarins og eins á eftir að koma í ljós hversu vel stjórnvöldum tekst að koma í veg fyrir að aukin ríkisútgjöld kyndi undir verðbólgu.

Hagspá 2024-2026

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK