Fasteignamarkaðir taka við sér

Raunverðslækkun íbúða mælist í Þýskalandi en minni lækkun mælist í …
Raunverðslækkun íbúða mælist í Þýskalandi en minni lækkun mælist í stórborgum landsins til dæmis í Berlín. Ljósmynd/Colourbox

Raunverð íbúða hækkaði í flestum OECD-ríkjunum í heimsfaraldrinum en þar fóru saman lágir vextir, aukinn sparnaður heimila og þörf fyrir rými til heimavinnu.

Raunverð íbúðarhúsnæðis í flestum ríkjum OECD hefur síðan farið lækkandi vegna hærri meginvaxta sem hækkuðu í kjölfar verðbólgu sem fór að gera vart við sig haustið 2021. Verðbólgan tók verulegan kipp vegna hækkandi orkuverðs í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu sem og vegna tafa í aðfangakeðjum. Seðlabankar brugðust við verðbólgu með hækkandi vöxtum, sem hafði þau áhrif að eignaverð lækkaði og þar með talið íbúðaverð. Íbúðaverð í flestum OECD-ríkjum hefur lækkað að raungildi en í sumum löndum virðist það vera að taka við sér á ný, t.d. hér á landi og í Bandaríkjunum. Einnig má nefna Portúgal, Króatíu, Grikklandi og Tyrkland.

Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, segir að fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum hafi verið nokkuð sterkur á undanförnum misserum og sé drifinn áfram af eftirspurn og innflutningi fólks.

Milli BNA og Evrópu

„Það má segja að íslenski markaðurinn sé á milli BNA og Evrópu. Við sjáum að Norðurlöndin fylgjast að en í Noregi hefur fasteignaverð gefið nokkuð eftir. Þeir hafa notið góðs af háu olíuverði að undanförnu,“ segir hann.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK