Meirihluti íbúðanna er seldur

Borgartún 24. Fjölbýlishúsið setur orðið mikinn svip á Borgartúnið.
Borgartún 24. Fjölbýlishúsið setur orðið mikinn svip á Borgartúnið. mbl.is/Eyþór

Búið er að selja rúman helming íbúða á þremur þéttingarreitum í miðborg Reykjavíkur.

Alls hafa verið seldar 68 íbúðir af 133 á reitunum þremur, samkvæmt söluvefjum verkefnanna, og hafa þar af 28 íbúðir selst frá áramótum (sjá graf).

Flestar íbúðanna hafa selst í Borgartúni 24 en þar hafa selst 35 af 64 íbúðum. Þá eru meðtaldar tvær þakíbúðir, íbúðir 701 og 702, en ásett verð þeirra var 179,9 og 159,9 milljónir króna. Þá hafa selst 19 íbúðir af 35 á Snorrabraut 62 og 14 íbúðir af 34 í Skipholti 1.

Fasteignafélagið Snorrahús byggir húsið á Snorrabraut.

Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Snorrahúsa ehf., segir eftirspurnina hafa glæðst að undanförnu. Hann vænti þess að hafa selt flestar íbúðanna í sumarlok.

Fjórtán hækkanir í röð

Þegar ViðskiptaMogginn ræddi við Kristinn Þór í nóvember síðastliðnum sagði hann koma til greina að taka óseldar íbúðir á Snorrabraut úr sölu og geyma á lager þar til stífla Seðlabankans brysti. Með því vísaði Kristinn Þór til vaxtastefnu Seðlabankans en hann áætlaði að nafnverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu myndi hækka um 25% á næstu tveimur árum.

Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í fyrradag að vextir yrðu óbreyttir. Meginvextir verða því áfram 9,25% en vextirnir voru hækkaðir úr 8,75% í 9,25% hinn 23. ágúst síðastliðinn og hafa verið óbreyttir síðan. Það var fjórtánda hækkun Seðlabankans í röð frá maí 2021.

Kristinn Þór segir ákvörðun Seðlabankans í sjálfu sér ekki koma á óvart.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í dag, föstudag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert