11 verða í framboði til embættis forseta Íslands

Landskjörstjórn hefur úrskurðað um gildi framboðanna.
Landskjörstjórn hefur úrskurðað um gildi framboðanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls munu 11 manns vera í framboði til embættis forseta Íslands. Þetta kom fram í úrskurði landskjörstjórnar.

Fyrir helgi skiluðu 13 frambjóðendur framboðsgögnum til landskjörstjórnar en fram kom í tilkynningu hennar á blaðamannafundi í morgun að framboð Kára Vilmundarsonar Hansen og Viktors Traustasonar voru ekki gild.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Þessi verða í framboði: 

  • Arnar Þór Jónsson
  • Ásdís Rán Gunnarsdóttir
  • Ástþór Magnússon Wium
  • Baldur Þórhallsson
  • Eiríkur Ingi Jóhannsson
  • Halla Hrund Logadóttir
  • Halla Tómasdóttir
  • Helga Þórisdóttir
  • Jón Gnarr
  • Katrín Jakobsdóttir
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Eftir að hafa yfirfarið meðmælalista forsetaframbjóðendanna fyrir helgi fengu fjórir frambjóðendur frest þangað til í gær til að bæta við sig undirskriftum, eða þau Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir, Eiríkur Ingi Jóhannsson og Arnar Þór Jónsson, og tókst þeim öllum að safna nægilegum fjölda undirskrifta.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert