Heildarkostnaður við álver og orkuframkvæmdir allt að 200 milljarðar

Teikning af fyrirhuguðu álveri í Reyðarfirði.
Teikning af fyrirhuguðu álveri í Reyðarfirði.

Heildarkostnaður við 360 þúsund tonna álver á Reyðarfirði, virkjanir og rafmagnsflutningakerfi gæti numið 180 til 200 milljörðum króna. Þar af yrði kostnaður Landsvirkjunar um 90 milljarðar. Þetta kom fram á blaðamannafundi á vegum Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra, sem nú stendur yfir til að kynna nýja viljayfirlýsingu, sem fulltrúar Norsk Hydro, Landsvirkjunar og íslenskra stjórnvalda hafa skrifað undir um að hefja lokakafla undirbúnings að framkvæmdunum. Bjarne Reinholdt framkvæmdastjóri Reyðaráls sagði á fundinum að framleiðsla álversins gæti, þegar fram liðu stundir, numið allt að 15% af útflutningstekjum Íslendinga.

Samkvæmt viljayfirlýsingunni er stefnt að því að taka ákvörðun fyrir febrúar 2002 um hvort af framkvæmdunum verður. Ef sú verður niðurstaðan gætu virkjanaframkvæmdir hafist í framhaldi af því en framkvæmdir við álver gætu hafist árið 2003. Miðað við það gæti framleiðsla í álverinu hafist árið 2006 en kannaðir verða möguleikar á að flýta framkvæmdunum þannig að álverið verði tilbúið árið 2005.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK