Uppkaup ríkissjóðs á spariskírteinum valda vandræðum

Í VIÐRÆÐUM fjármálastofnana við stjórnvöld um stöðuna á skuldabréfamarkaði hafa fulltrúar þeirra fyrrnefndu lagt áherslu á nauðsyn þess að á markaðnum séu ríkisskuldabréf sem myndi grunn að vaxtamyndun á skuldabréfamarkaði.

Ómar Tryggvason hjá Íslandsbanka-FBA hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að það sé farið að verða vandamál hvað ríkið hafi verið að kaupa mikið upp af spariskírteinum í útboðum og á markaði. Spariskírteinin séu áhættulaus og sá grunnur sem sé leiðandi fyrir þá ávöxtunarkröfu sem gerð sé til annarra bréf, því þau mynda þann botn sem önnur bréf fari ekki niðurfyrir í ávöxtun. Ef þessi bréf eru ekki til staðar í því mæli að þau sýni ávöxtunarferlið þá vanti grunninn.

Samkvæmt upplýsingum frá Þórði Jónassyni hjá Lánasýslu ríkisins er þetta vandamál sem fleiri þjóðir eru að fást við. Umræður innan OECD séu til að mynda töluvert um þessi mál. Þórður sagði Noreg dæmi um land þar sem stjórnvöld hefðu tekið ákvörðun um að halda úti ákveðnu magni ríkisskuldarbréfa, þó svo að þau gætu vel greitt upp allar innlendar skuldir þjóðarinnar. Nýja-Sjáland og Ástralía hefðu einnig farið þessa leið.

Samkvæmt upplýsingum frá Lánasýslu ríkisins hefur staða spariskírteina og ríkisbréfa samtals lækkað úr 100, 2 milljörðum króna í árslok 1997 í 89,7 milljarða í lok apríl á þessu ári. Sem hlutfall af landsframleiðslu haf þessar skuldir ríkissjóðs þó lækkað enn meira eða úr 19% í 13%. Til samanburðar hækkaði skuldastaðan í húsnæðislánakerfinu því skuldir hins opinbera í húsbréfum og húsnæðisbréfa hækkuðu úr 125,6 milljörðum í árslok 1997 í 180,1 milljarð í árslok 1999. Þar kemur hins vegar á móti að íbúðareigendur skulda hinu opinbera húsnæðislán sem þessum skuldum nemur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK