Hraður vöxtur í upplýsingatækni

Upplýsingatækniiðnaður velti um 53 milljörðum króna á síðasta ári og hefur veltan rúmlega tvöfaldast frá árinu 1996, að því er kemur fram í Morgunkorni FBA í dag.

Mestur hefur vöxturinn verið í hugbúnaðargerð, ráðgjöf og rekstri gagnagrunna en veltan í þessari grein jókst um 75% eða 5,6 milljarða milli áranna 1998 og 1999 eða úr 7,4 milljörðum í 13 milljarða. Þessi mikli vöxtur kemur í kjölfar 24% veltuaukningar milli áranna 1997 og 1998 og 40% veltuaukningar milli áranna 1996 og 1997. Því hefur veltan þrefaldast á jafnmörgum árum eða frá árinu 1997. Íslandsbanki-FBA nefnir til samanburðar að veltan í efnahagslífinu í heild jókst um 9,3% milli áranna 1998 og 1999 og um 29% frá árinu 1997.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK