Gleymi aldrei þeirri stund

Arnór Ingvi Traustason stimplaði sig með glæsibrag inn á Evrópumótið í Frakklandi fyrir tveimur þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Austurríkismönnum í lokaumferð riðlakeppninnar og skaut þar með Íslendingum áfram í 16-liða úrslitin.

Spurður hvort honum langi ekki að gera eitthvað svipað með landsliðinu á HM í Rússlandi sagði Arnór Ingvi fyrir æfingu landsliðsins í Kabardinka í dag;

„Auðvitað langar manni að gera eitthvað eins og á EM. Ég gleymi aldrei þeirri stund í Frakklandi og ef tækifæri gefst á HM þá mun ég vonandi nýta það vel. Undirbúningurinn fyrir leikinn á móti Argentínu hefur gengið vel og við höfum klárlega fundið einhverja veikleika á þeirra liði. Freyr (Alexandersson) er búinn að vinna frábært starf í aðdraganda leiksins. Við vitum að það eru margir styrkleikar í argentínska liðinu.

Það  vita allir hverja spila frammi og á köntunum. Það eru frábærir leikmenn en við ætlum að reyna að nýta þá veikleika sem við teljum okkur vera búnir að finna. Ég er mjög bjartsýnn fyrir þennan leik,“ sagði Arnór Ingvi sem fékk nýjan þjálfara í vikunni hjá sænska liðinu Malmö en Þjóðverjinn Uwe Rösler er tekinn við liðinu.

„Ég er ekki ennþá búinn að hitta hann en ég mun komast að því hvernig hann þegar ég kem til Malmö. Ég ætla að heyra í þeim í dag og fá að ræða aðeins við hann. Við erum langt undir væntingum og eigum að gera miklu betur,“ sagði Arnór en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan

Arnór Ingvi Traustason ræðir við íslenska fjölmiðla á æfingu landsliðsins …
Arnór Ingvi Traustason ræðir við íslenska fjölmiðla á æfingu landsliðsins í morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert