Bryndís til Þórs/KA

Bryndís Eiríksdóttir (t.v.) í leik með HK gegn Fylki á …
Bryndís Eiríksdóttir (t.v.) í leik með HK gegn Fylki á síðasta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór/KA hefur komist að samkomulagi við Íslandsmeistara Vals um að fá Bryndísi Eiríksdóttur að láni út tímabilið.

Bryndís, sem er 18 ára gömul, lék á láni hjá HK í 1. deild á síðasta tímabili og var í stóru hlutverki; lék alla 18 leiki liðsins.

Áður hafði hún leikið 28 leiki fyrir venslafélag Vals, KH, og skorað í þeim 11 mörk í 2. deild.

Fjórar systur í knattspyrnu

Bryndís er hluti af mikilli knattspyrnufjölskyldu þar sem þrjár eldri systur Bryndísar, þær Málfríður Anna, Hlín og Arna eru allar knattspyrnukonur.

Málfríður Anna leikur með B93 í Danmörku, Hlín með Kristianstad í Svíþjóð og Arna með FH.

Hlín hefur leikið 36 A-landsleiki og skorað í þeim fimm mörk auk þess sem Arna á tvo A-landsleiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert