Varð fyrir líkamsárás á skemmtistað

Aymen Barkok í leik með Mainz á síðustu leiktíð.
Aymen Barkok í leik með Mainz á síðustu leiktíð. AFP/Daniel Roland

Marokkóski knattspyrnumaðurinn Aymen Barkok, leikmaður Herthu Berlínar, varð fyrir líkamsárás á skemmtistað í höfuðborg Þýskalands um liðna helgi.

Hertha Berlín tilkynnti á X-aðgangi félagsins að Barkok hafi gengist undir aðgerð og verði frá um skeið af þeim sökum.

Kann að vera að hann hafi því spilað sinn síðasta leik fyrir liðið, sem leikur í B-deild, þar sem hann er að láni frá Mainz í þýsku 1. deildinni.

Hlaut áverka í andliti

Hertha Berlín greinir ekki frá því hvað gerðist sem gerði það að verkum að Barkok hafi þurft að gangast undir aðgerð en þýski miðillinn Bild skýrir frá því að nokkrir einstaklingar hafi ráðist á Barkok og hann hlotið áverka í andliti.

Flúðu gerendurnir af vettvangi og er enn leitað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert