Þjálfarinn alvarlega meiddur eftir samstuð (myndskeið)

Chris Finch, þjálfari Minnesota Timberwolves.
Chris Finch, þjálfari Minnesota Timberwolves. AFP/Christian Petersen

Chris Finch, þjálfari Minnesota Timberwolves í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik, meiddist alvarlega í nótt í fjórða leik Minnesota og Phoenix Suns í 1. umferð úrslitakeppninnar sem fram fór í Phoenix.

Leiknum lauk með naumum sigri Minnesota, 122:116, en Minnesota vann einvígið 4:0 og varð um leið fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í 2. umferð úrslitakeppninnar.

Finch lenti í hörðum árekstri við eigin leikmann, Mike Conley, með þeim afleiðingum að hann sleit liðband í hné.

Þjálfarinn þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðlslanna og því óvíst um þátttöku hans á hliðarlínunni í næstu leikjum liðsins en Minnesota mætir annaðhvort NBA-meisturum Denver Nuggets eða Los Angeles Lakers í 2. umferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert