Branson lentur heill á húfi eftir geimferðina

Sir Richard Branson á leið í ferðina.
Sir Richard Branson á leið í ferðina. AFP

Sir Rich­ard Bran­son er nú lentur heill á húfi eftir ferð sína út í geim. Ferðin tók um klukkustund og náði geimferjan um 85 kílómetra út í geim en gufuhvolf jarðar nær um 100 kílómetra yfir sjávarmáli. Farþegar ferjunnar sáu því sveig jarðar og fengu að upplifa þyngdarleysi. 

Branson var um borð í Unity 22, geimferju Virg­in Galactic, fyrirtækis Bransons, ásamt tveimur flug­mönnum og þremur sam­starfs­mönnum hans. Branson sagði ferðina hafa verið einstaka lífsreynslu. 

Unity 22.
Unity 22. AFP

Hann segir flugið vera prófraun í markaði geimferðamennsku en hann mun hefja sölu á ferðum út í geiminn á næsta ári. Nú þegar hafa um 600 einstaklingar greitt innborgun inn á miða en þeir munu kosta um 180 þúsund pund eða um 31 milljón íslenskra króna.

Áhorfendur fylgdust með förinni sem lagði frá Nýju-Mexí­kó í Bandaríkjunum.
Áhorfendur fylgdust með förinni sem lagði frá Nýju-Mexí­kó í Bandaríkjunum. AFP

Frétt á vef BBC.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert