Ísraelskur ráðherra í bílslysi

Þjóðaröryggisráðherra Ísraels slasaðist í bílslysi fyrr í dag.
Þjóðaröryggisráðherra Ísraels slasaðist í bílslysi fyrr í dag. AFP/Ahmad Gharabli

Þjóðaröryggisráðherra Ísraels, Itamar Ben Gvir, lenti í bílslysi fyrr í dag. Þrír aðrir slösuðust í slysinu, en Ben Gvir var á leið sinni frá blaðamannafundi þegar slysið varð. 

Ben Gvir var að ávarpa blaðamenn eftir að ung kona var stungin til bana í Tel Aviv í Ísrael fyrr í dag. Ben Gvir sagði í ræðu sinni að vopnaður almennur borgari hafi drepið morðingjann og sagði að: „Vopn bjarga lífum“.

Ben Gvir og hinir þrír sem slösuðust í slysinu voru færðir á sjúkrahús, en ástand þeirra sem slösuðust er sagt stöðugt. 

Tveir bílar urðu fyrir skemmdum í slysinu, en ekki er vitað um tildrög þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert