Deildarmyrkvi sést á morgun

Sjónarspilið lýsir sér þannig að það virðist vanta lítinn hluta …
Sjónarspilið lýsir sér þannig að það virðist vanta lítinn hluta sólarinnar. Ljósmynd/Júlíus Sigurjónsson

Deildarmyrkvi mun sjást Íslandi öllu klukkan 18.49 annað kvöld ef veður leyfir en þá hylur tunglið um og yfir 40% af sólinni frá Íslandi séð.

Frá Reykjavík sést allur myrkvinn en frá Austurlandi sest sólin á meðan hann stendur yfir. Tunglið hylur um og yfir 40% af sólinni frá Íslandi séð.

Í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi en til að sjá deildarmyrkvann þarf að nota hlífðarbúnað, til dæmis sólmyrkvagleraugu.

Nær hámarki rétt eftir klukkan hálfátta

Í Reykjavík hefst sólmyrkvinn kl. 18.49, þegar sól er lágt á lofti í vestri að því er fram kemur á Sjörnufræðivefnum.

Myrkvinn er í hámarki kl. 19.39 en sólin er þá aðeins tæplega 6 gráður yfir sjóndeildarhring, svo lágt á lofti að gæta þarf þess að háar byggingar eða tré skyggi ekki á.

Deildarmyrkvanum lýkur rétt fyrir sólsetur, klukkan 20.28. Við hámark hylur tunglið tæplega 47% sólar. 

Á Egilsstöðum hefst deildarmyrkvinn klukkan 18.50.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert