Tónlistarmyndbönd komin á Spotify

Spotify er að færa út kvíarnar.
Spotify er að færa út kvíarnar. AFP/Lionel Bonaventure

Fyrirtækið Spotify tilkynnti í dag að það ætlaði að birta tónlistarmyndbönd á streymisveitu sinni á „völdum mörkuðum”.

YouTube hefur í langan tíma verið allsráðandi á þessum vettvangi.

„Beta-útgáfan af tónlistarmyndböndum á Spotify rúllar af stað í dag…,” segir fyrirtækið í yfirlýsingu.

Þar kemur einnig fram að myndbönd frá flytjendum á borð við Ed Sheeran, Doja Cat og Ice Spice, verði á meðal þeirra sem færu í loftið.

Til að byrja með verður þessi þjónusta eingöngu í boði fyrir áskrifendur í Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Póllandi, Svíþjóð, Brasilíu, Kólumbíu, Filippseyjum, Indónesíu og Kenía.

Í febrúar tilkynnti Spotify að mánaðarlegir notendur hefðu farið yfir 600 milljóna markið. Þar af voru 235 milljónir áskrifendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert