Hefur töluverð áhrif á umferðina

Hér má sjá kort af hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþonsins.
Hér má sjá kort af hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþonsins. Kort/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Reykjavíkurmaraþonið, sem fram fer á morgun, hefur töluverð áhrif á umferða og loka þarf götum á ákveðnum tímum af þeim sökum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti mynd af lokunum á samfélagsmiðlum í dag. 

Er því biðlað til vegfarenda að sýna þolinmæði og tillitssemi vegna götulokana. 

Hlaupnar verða fjórar mismunandi vegalengdir, maraþon, hálfmaraþon, 10 km og skemmtiskokk. Ræst verður á eftirfarandi tímum: 8.40, 9.40 og 12. Búist er við að þúsundir hlaupara taki þátt í Reykjavíkurmaraþoni, sem fer nú fram í 38. sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert