Vinna í ráðuneytum kortlögð

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg
Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg mbl.is/Jim Smart

Vinnustundir starfsmanna ráðuneyta við gagnaöflun vegna fyrirspurna þingmanna verða framvegis skráðar sérstaklega og safnað saman. Þetta var ákveðið á fundi ráðuneytisstjóra í lok síðustu viku, en hverju svari við fyrirspurn munu fylgja upplýsingar um vinnu að baki henni.

Engar takmarkanir eru á því hve margar fyrirspurnir einstakir þingmenn geta lagt fram, en á yfirstandandi þingi hafa verið lagðar fram 283 fyrirspurnir. Þar af hefur Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagt fram 72.

Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, og Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, munu eftir páska eiga fund um þessi mál og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, mun í dag leggja fram gögn um fyrirspurnir þingsins á fundi með þingflokksformönnum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert