Almenn óánægja vegna framgöngu liðsmanna Afls fyrir Austurland

Almenn óánægja virðist ríkja meðal almennings á Austurlandi vegna þeirra ákvörðunar um 60 manna er tengjast samtökunum Afl fyrir Austurland skráðu sig í Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST) rétt fyrir aðalfund samtakanna um helgina. Kemur þetta fram á heimasíðu austfirska fréttavefsins á Netinu.

Þar segir að flestum Austfirðingum, þar með talið virkjunarsinnum og félögum í Afli fyrir Austurland, finnist vinnubrögðin, sem viðhöfð voru til að mynda meirihluta á fundinum, barnaleg og ekki þjóna þeim markmiðum sem flestir Austfirðingar vilji ná fram en það sé virkjun og álver í Reyðarfirði. Með því að mynda meirihluta á fundi NAUST tókst hópnum sem tengist Afli fyrir Austurland að koma í veg fyrir að ályktanir stjórnar NAUSTs næðu fram að ganga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert