Rjúfa þurfti veg vegna vatnavaxta

Gríðarlegt úrhelli á Patreksfirði síðdegis á mánudag varð til þess að Vegagerðin neyddist til þess að rjúfa skarð í Rauðasandsvegveg til að forða frekari vegskemmdum.

Eiður B. Thoroddsen, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Patreksfirði, segir að þeir hafi ákveðið að moka skarð í Rauðasandsveg enda einsýnt að annars myndi vatnsflaumurinn rjúfa Barðastrandarveg en um hann er að jafnaði mun meiri umferð. Eiður kallaði því til skurðgröfu sem gróf í sundur Rauðasandsveg um kl. 17 í fyrradag.

Eiður segir að rigning hafi verið svo mikil að lækjarspræna sem yfirleitt er meinlaus bólgnaði út svo vegræsi hafði ekki undan. Hann segir þetta ekki í fyrsta sinn sem Vegagerðin neyðist til að rjúfa veginn vegna vatnavaxta. Hins vegar vonast hann til að vegabætur á þessum slóðum tryggi það að þetta hafi reynst í síðasta skipti sem þurfi að rjúfa Rauðasandsveg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert