Baldur steytti á skeri

Ferjan Baldur rakst á sker er hún átti eftir fárra mínútna siglingu til Flateyjar, rétt fyrir níu í gærkvöldi. Að sögn Guðmundar Lárussonar, framkvæmdastjóra Baldurs, kom gat á stafnhólf skipsins og miklu verr hefði getað farið. Var förinni þegar haldið áfram til Flateyjar. Baldur var kominn í höfn í Stykkishólmi seint í gærkvöldi.

Guðmundur sagði að nokkrir þeirra sem voru um borð hefðu slasast við áreksturinn, hann hefði vitneskju um þrjá, en hann vissi ekki hversu alvarleg meiðsl fólksins voru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert