Fjórir drepnir í loftárás Rússa á Karkív

Fjórir voru drepnir og ellefu særðust í loftárásum Rússa á næststærstu borg Úkraínu, Karkív, í nótt.

Á meðal þeirra sem dóu voru þrír viðbragðsaðilar eftir loftárás á íbúðabyggingu, að sögn Igors Terekhov, borgarstjóra Karkív.

Fjórða manneskjan var drepin í drónaárás á aðra byggingu, sagði hann. Að sögn lögreglunnar var þar á ferðinni 68 ára kona.

Ríkisstjóri Karkív-héraðs, Oleg Synegubov, sagði að rússneskar hersveitir hefðu sett á loft „að minnsta kosti 15 dróna”, sem sumir hefðu verið skotnir niður.

Úkraínskur hermaður fyrir utan byggingu sem eyðilagðist í árás Rússa …
Úkraínskur hermaður fyrir utan byggingu sem eyðilagðist í árás Rússa á Karkív í lok mars. AFP/Sergey Bobok

Rússar gera árásir á úkraínskar borgir nánast á hverri nóttu. Reglulega eru gerðar árásir á Karkív, sem er nálægt landmærunum að Rússlandi í norðaustri.

Úkraínskir embættismenn hafa hvatt þjóðir sem eru hliðhollar Úkraínu til að útvega fleiri loftvarnakerfi, sérstaklega Patriot-kerfin frá Bandaríkjunum.

60 milljarða dollara hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu bíður enn samþykkis Bandaríkjaþings.

Úkraínskir lögreglumenn rannsaka vegsummerki eftir loftárás Rússa á Karkív í …
Úkraínskir lögreglumenn rannsaka vegsummerki eftir loftárás Rússa á Karkív í lok mars. AFP/Sergey Bobok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert