Ættingjar báru kennsl á líkin

Loftmynd af svæðinu þar sem líkin fundust.
Loftmynd af svæðinu þar sem líkin fundust. AFP

Ættingjar báru í gær kennsl á lík tveggja Ástrala og Bandaríkjamanns sem voru skotnir í höfuðið í Mexíkó.

Yfirvöld telja að mennirnir þrír, sem voru brimbrettakappar, hafi verið rændir.

Byssukúlur fundust í höfðum líkanna, að sögn embættismanns í ríkinu Baja Kalifornía, og er þar með talið að um aftöku hafi verið að ræða.

„Ættingjum fórnarlambanna tókst að bera kennsl á þau og þess vegna var ekki þörf á erfðaprófi,” sagði í yfirlýsingu embættis saksóknara.

Jim Chalmers.
Jim Chalmers. AFP/Arsineh Houspian

Jim Chalmers, fjármálaráðherra Ástralíu, sagði fregnirnar af morðunum vera „hryllilegar” og bætti við að „hugur allrar þjóðarinnar er hjá ættingjum þeirra”.

Alica Barcena, utanríkisráðherra Mexíkó, vottaði aðstandendum mannanna jafnframt samúð sína í yfirlýsingu.

Tveir menn og kona hafa verið handtekin, grunuð um aðild að morðunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert