Beint: Öryggi starfsfólks við vegavinnu

Starfsmenn Vegagerðarinnar að störfum.
Starfsmenn Vegagerðarinnar að störfum. mbl.is/Hari

Öryggi starfsfólks við vegavinnu verður til umfjöllunar á morgunfundi Vegagerðarinnar sem stendur yfir frá klukkan 9 til 10.15 í dag.

Þar verður kynnt vitundarátakið Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér. Flutt verða stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði.

Beint streymi frá fundinum: 

„Vegavinna í nálægð við þunga og hraða umferð getur verið stórhættuleg þeim sem við hana vinna. Því eru vinnusvæði ávallt vel merkt og hraði í gegnum þau lækkaður. Því miður ber það ekki alltaf árangur og hraði í gegnum vinnusvæði er oft mikill sem eykur mjög hættu fyrir starfsfólk og vegfarendur,” segir í tilkynningu.

„Fundurinn er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Samgöngustofu en fjöldi verktaka mun taka þátt í vitundarátakinu í sumar með því að setja upp skilti til að minna fólk á að aka varlega, enda séu mæður, feður, ömmur, afar, frændur og frænkur að störfum. Þannig verður reynt að auka vitund vegfarenda um öryggi starfsfólks við vegavinnu.”

Dagskrá fundarins:

Manstu ekki eftir mér? Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar

Óöryggi á vegum úti. Þröstur Reynisson, verkstjóri á þjónustustöð Vegagerðarinnar í Borgarnesi

Hraðakstur á vinnusvæðum er vandamál. Ágúst Jakob Ólafsson / Einar Hrafn Hjálmarsson, verkstjóri hjá ÍAV

Akstur um vinnusvæði – Fræðslumynd. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu

Fundarstjóri: G. Pétur Matthíasson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert