Pantaði 900 iMac en kom þeim ekki í þotuna

Bjarni Ákason hafði mikla trú á þeim nýjungum sem Apple færði neytendum á sínum tíma. Svo mjög að hann pantaði 900 iMac-tölvur sem fylltu eina og hálfa flutningaþotu. Þær seldust allar og meira til.

Frá þessu segir Bjarni í skemmtilegu viðtali í Dagmálum þar sem hann fer yfir ferilinn og hvernig hann kom tvívegis að því að selja Íslendingum og raunar Norðurlandabúum vörurnar úr smiðju Steve Jobs.

iMac G3 urðu gríðarlega vinsælar tölvur á sínum tíma. Þær …
iMac G3 urðu gríðarlega vinsælar tölvur á sínum tíma. Þær voru með handfangi sem gerði það tiltölulega auðvelt að færa þær úr stað. Ljósmynd/Wikipedia

Viðtalið við Bjarna má sjá og heyra í heild sinni hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK