Eiga í samkeppni við tískugeirann um fólk

Guðmundur Ólafsson yfirmaður flugafgreiðslu Icelandair.
Guðmundur Ólafsson yfirmaður flugafgreiðslu Icelandair. Kristinn Magnússon

Helstu sérfræðingar á sviði flugafgreiðslu eru nú staddir í Hörpu þar sem fram fer árleg ráðstefna Alþjóðasambands flugfélaga (IATA) um málefnið.

Guðmundur Ólafsson, yfirmaður flugafgreiðslu Icelandair, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að vinnuaðstæður í flugafgreiðslu séu oft erfiðar, m.a. vegna veðurs. Því geti verið snúið að fá fólk til starfa.

„Það var hávær umræða um það fyrir faraldurinn og er orðin enn háværari núna. Við eigum í samkeppni um fólk við tískugeirann og smásölugeirann m.a. sem bjóða sömu eða sambærileg laun. Þá sleppur fólk við að ferðast langt út fyrir borgarmörkin.“

Víðtækari reglur

Meðal verkefna er öryggisleit um borð.

„Reglurnar eru alltaf að verða víðtækari, einkum vegna flugs til Bandaríkjanna. Við þurfum til dæmis að leita undir öllum sætum, lyfta öllum púðum og skoða farangursgeymslur. Þetta bætist ofan á þrif vélanna og er mjög tímafrekt.“

Leistu lengra samtal við Guðmund í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK