Stjórnsýslan hefur blásið út frá árinu 2016

„Árið 2019 störfuðu 552 innan stjórnarráðsins en árið 2023 724. Starfsmönnum í stjórnarráðinu hefur því fjölgað um rúmlega 30%.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs sem ber yfirskriftina: Hið opinbera. Get ég aðstoðað?

Gunnar Úlfarsson er hagfræðingur Viðskiptaráðs og einn aðalhöfunda skýrslunnar. Hann er gestur í nýjasta þætti Dagmála.

Þegar hann er spurður hvort eitthvað bendi til þess að gegndarlaus vöxtur stjórnarráðsins muni stöðvast segir hann einfaldlega:

„Ég held að tölurnar tali bara sínu máli þarna.“

Gunnar Úlfarsson flutti erindi á Viðskiptaþingi í liðinni viku.
Gunnar Úlfarsson flutti erindi á Viðskiptaþingi í liðinni viku. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson Thors

Á ríflega þrjátíu ára tímabili er aðeins undantekning frá þeirri meginreglu að kerfið belgist út. Það var á þeim tíma þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sat, á árunum 2013-2016.

Þá fækkaði stöðugildum í stjórnarráðinu allnokkuð.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK