Hættir sem stjórnarformaður Orkuveitunnar

Brynhildur Davíðsdóttir, fráfarandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.
Brynhildur Davíðsdóttir, fráfarandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Ljósmynd/Aðsend

Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu í félaginu. Brynhildur hefur setið í stjórn frá 2010 og verið stjórnarformaður frá 2016.

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær tillögu nefndar um tilnefningar og kosningar til stjórnar fyrirtækja í eigu Reykjavíkurborgar, þar á meðal Orkuveitu Reykjavíkur.

Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, koma ný inn í stjórnina ásamt Þórði Gunnarssyni hagfræðingi sem er skipaður sem óháður stjórnarmaður.

Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fv. viðskiptaráðherra í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, mun taka við formennsku í stjórninni. Hann er nú varaformaður og hefur setið í stjórn frá 2014. Þá mun Vala Valtýsdóttir, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, sitja áfram í stjórn en hún kom inn í stjórnina í fyrra.

Auk Brynhildar víkja úr stjórn þeir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Eyþór Arnarlds, fv. borgarfulltrúi.

Morgunblaðið hefur nýlega fjallað um málefni Orkuveitunnar í samhengi við kaup Ljósleiðarans, dótturfélags Orkuveitunnar á grunnneti Sýnar. Brynhildur hefur ekki viljað svara spurningum um aðkomu og mat Orkuveitunnar á viðskiptunum þó fyrir liggi að kaupin munu hafa töluverð áhrif á efnahagsreikning Orkuveitunnar, sem er í ábyrgð fyrir skuldum Ljósleiðarans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK