Hjálpartæki ástarlífsins fyrir milljarð

Gerður Huld Arinbjarnardóttir stofnaði Blush árið 2015 og hefur selt …
Gerður Huld Arinbjarnardóttir stofnaði Blush árið 2015 og hefur selt hjálpartæki ástarlífsins fyrir milljarð króna síðan. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Gerður Huld Arinbjarnardóttir fann sig ekki í námi. En hún fann gat á íslenska markaðnum fyrir kynlífshjálpartæki. Frá því að hún stofnaði Blush hefur hún selt vörur fyrir meira en milljarð króna.

Verslun Blush í Kópavogi er öll hin glæsilegastsa en fyrirtæki …
Verslun Blush í Kópavogi er öll hin glæsilegastsa en fyrirtæki hyggur þó á flutninga á nýju ári. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

„Ég fór að bera Ísland saman við aðra markaði, og sá að það var gat á markaðnum á Íslandi. Hér voru engar flottar kynlífsvörur í boði. Í fyrstu var hugmyndin ekki að fara sjálf út í svona resktur, en það æxlaðist þannig. Ég hugsaði sem svo að ef mér fyndist eitthvað vanta væri ekki ólíklegt að öðrum fyndist það líka. Einkenni á góðri viðskiptahugmynd er einmitt að átta sig á því að það sé raunverulegur skortur á vörunni.“

Fyrirtækið sem Gerður Huld hefur byggt upp á síðustu árum er nú á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo og fyrirtækinu vex enn ásmegin. Segir hún að tekjuvöxturinn á þessu ári nemi um 30%. Þá er stefnan sett á að flytja verslunina úr Kópavogi og í glæsilegt verslunarrými í Reykjavík á næsta ári.

Jóladagatölin rjúka út

En það var handagangur í öskjunni þegar blaðamaður ræddi við Gerði því nú er hún ásamt samstarfsfólki sínu að undirbúa jóladagatöl til sölu.

„Við erum að drukkna í jóladagatölum í versluninni eins og er. Við höfum alltaf selt á bilinu 1.200-1.500 dagatöl fyrir jólin en stefnum á tvö þúsund í ár.“

Heildarlistann yfir fyrirtækin 842 sem teljast framúrskarandi 2020 má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK