Svört skýrsla um Sogið

Frá Soginu.
Frá Soginu. svfr.is

Veiðin í Soginu var mjög léleg í sumar og fer það ekki á milli mála þegar skýrsla árnefndar Stangveiðifélags Reykjavíkur er skoðuð um þau þrjú svæði sem félagið hefur þar á sínum snærum.

Fram kemur að á Bíldsfellssvæðinu þá veiddust aðeins 64 laxar, til viðbótar við nokkra hnúðlaxa. Þetta er minnsta veiði á svæðinu um margra ára skeið og telja menn ljóst að aðgerða er þörf til að ná upp veiðinni sem áður var.  Fimm ára meðalveiði fyrir árin 2011 til 2015 voru um 242 laxar.  Árið 2010 veiddust 480 laxar á þess svæði.  Ýmsar kenningar eru hvers vegna veiði hefur hrapað svona niður á svæðinu en engin ein skýring virðist haldbær.

Útfallið svokallaða var besti veiðistaðurinn í sumar og gaf 14 laxa, en það efst á svæðinu þar sem áin kemur úr frárennslisgöngum frá Írafossvirkjun. Þá veiddust 10 laxar á Neðri Garði, 8 við Sakkarhólma og 7 á Efri Garði. Veiddust 36 laxar á spún og 28 á flugu, en maðkaveiði er nú bönnuð á svæðum ifélagsins í Soginu.

Á hinu fornfræga veiðisvæði Alviðru veiddust aðeins tveir laxar í sumar og einn urrið. Enginn lax var færður til bókar í Þrastalundi, en þar veiddust þó fimm laxar árið 2016. Ekki hafa borist veiðitölur frá öðrum svæðum í Soginu sem Stangveiðifélagið Lax-á hefur með að gera, en viðbúið er að þær séu á sömu nótum.

Stangveiðifélagið Reykjavíkur hyggst nú bregðast við þessu ástandi í Soginu með aðgerðum. Það fyrsta er að opna ekki fyrir vorveiðina fyrr en 1. maí 2018 í stað 1. apríl eins og verið hefur undanfarin ár. Ástæðan fyrir þessu er sú að eitt aðal hrygningarsvæðið í ánni er á Bíldsfellsbreiðunni og þar vaða veiðimenn helst um við veiðar á bleikju á vorin. Með þessu móti við vilja menn gefa laxaseiðunum mánuð í viðbót til að klekjast úr hrognunum og ná sér áður en veiðitímabilið hefst. 

Þá mun félagið kalla til fundar með hagsmunaaðilum til að ræða aðgerðir til framtíðar í Soginu. Einnig stendur til að sumarið 2018 muni verð veiðileyfa lækka í Bíldsfelli.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert