Geldfiskaveislan í Tungulæk heldur áfram

Theodór Erlingsson og félagar hafa verið í sannkallaðri mokveiði í …
Theodór Erlingsson og félagar hafa verið í sannkallaðri mokveiði í Tungulæknum skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Síðasta holl var með 129 birtinga eftir tvo daga. Ljósmynd/Teddi

Það er áfram mokveiði í Tungulæk og það sem meira er hlutfallið af geldfiski er ótrúlega hátt. Þessa dagana eru allt upp í níutíu prósent aflans geldfiskur. Þriðjungur þeirra eru stórir, spikfeitir og berjast eins og ljón.

Hollið sem lauk störfum í Tungulæk á hádegi fékk hvorki fleiri né færri en var komið í 129 fiska, eftir að hafa veitt í tvo daga. Leiðtogi hópsins, Theódor Erlingsson er farinn að láta á sjá eftir stanslausan mokstur. Sár á fingrum og blóði drifin lína stöðva hann ekki.

Það má sjá að mikið hefur mætt á þessum fingri …
Það má sjá að mikið hefur mætt á þessum fingri sem Teddi notar þegar línan er strippuð. Ljósmynd/Teddi

Teddi segir afskaplega ánægjulegt að sjá svo mikið magn af geldfiski eins og nú er raunin. „Þetta er spennandi til framtíðar og þessir fiskar gefa nýgengnum smálaxi ekkert eftir. Þetta hafa verið magnaðir dagar,“ sagði Teddi í samtali við Sporðaköst í morgun.

Þann 8. apríl bókuðu veiðimenn 49 birtinga í Tungulæk. Í gær fór talan í 67 fiska og vissulega er mikið af þessu smátt en þetta eru upp til hópa þykkir og sprækir birtingar. Kallaðir geldfiskar því þeir eru ekki búnir að hrygna og er því enn í hröðum vexti. Þetta er ávísun á spennandi framtíð hvað varðar birtinginn í Tungulæk.

Fiskarnir í Tungulæk eru að mestum hluta geldfiskar. Það eru …
Fiskarnir í Tungulæk eru að mestum hluta geldfiskar. Það eru birtingar sem ekki hafa náð kynþroska og eru enn í hröðum vexti. Þetta er fullkomið eintak sem hér er verið að sleppa. Ljósmynd/Teddi

Svipuð stærðarhlutföll má sjá af bókunum í Tungufljóti en þar virðist uppistaðan vera geldfiskur og í opnun gerðu menn góða veiði af vænum geldfiski. Eldvatnið sker sig aðeins úr og þar virðist vera meira af fiski sem náð hefur áttatíu sentímetrum og þaðan af stærri.

En hvað hefur orðið af stóra sjóbirtingnum? Við veltum þeirri spurningu fyrir okkur síðar.

En þegar horft er á heildarveiði til þessa ber Tungulækur höfuð og herðar yfir aðrar sjóbirtingsár. Þar hafa verið bókaðir 309 birtingar. Í Tungufljóti eru skráðir 31 birtingur, Eldvatn 77 og Húseyjarkvísl 49. 

Fluguboxið hjá Tedda. Green Dumm, Mýsla, Krókurinn og Pheasant Tail. …
Fluguboxið hjá Tedda. Green Dumm, Mýsla, Krókurinn og Pheasant Tail. Svo er þarna Black ghost í skull útfærslu. Má birta mynd af þessu, spurðum við Tedda. Svarið var. Já. Hér eru engin leyndarmál. Ljósmynd/Teddi

Þegar við horfum bara á Tungulækinn þá er þetta svipuð veiði og í fyrra. Að kvöldi 10. apríl 2023 höfðu veiðst þar um 340 sjóbirtingar. Síðdegisvaktin er eftir í dag og viðbúið að lækurinn verði á svipuðu róli og í fyrra. En þetta er mögnuð veiði og engin á sem kemst í hálfkvisti við Tungulæk í upphafi veiðitíma.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert