Námskeið fyrir veiðikonur í Kjósinni

Katka með flottan urriða úr Bugðu. Námskeiðið fer fram í …
Katka með flottan urriða úr Bugðu. Námskeiðið fer fram í Bugðu og þar mun hún og Sibbi kenna konum allt sem þarf að vita um silungsveiði. Ljósmynd/Sporðaköst

Einstakt tækifæri býðst nú fyrir veiðikonur. Dagana 7. - 10. maí verður boðið upp á fjögur námskeið eingöngu fyrir konur sem hafa áhuga á að læra meira um silungsveiði. Katka Svagrova, margfaldur í heimsmeistari í silungsveiði kemur til landsins og leiðir námskeiðið ásamt Sibba, Sigurberg Guðbrandssyni. Þau tvö eru hagvön í Kjósinni og eru bæði búin að vera þar í leiðsögn árum saman. Um er að ræða fjögur aðskilin námskeið þar sem hvert námskeið stendur í einn dag.

Námskeiðið er á vegum Patagonia og samstarfsaðila og kallast Patagonia Ladies Trout Fly Fishing School. Eins og nafnið bendir til er námskeiðið eingöngu ætlað konum og fjöldi þátttakenda er takmarkaður við átta á hverjum degi.

Farið verður yfir flest það er viðkemur silungsveiði. Kannski mikilvægasta atriðið er að þátttakendur mæta með sínar eigin veiðigræjur og farið verður yfir þær og bent á hvað má betur fara. Það er frábært tækifæri að læra á sitt dót.

Sigurberg Guðbrandsson (t.h.) var ásamt fleiri góðum fluguhnýturum á sýningunni …
Sigurberg Guðbrandsson (t.h.) var ásamt fleiri góðum fluguhnýturum á sýningunni Flugur og veiði um helgina. Hann verður að leiðbeina í Kjósinni með Kötku á námskeiðunum. Ljósmynd/Sporðaköst

Námskeiðið hefst klukkan 9 að morgni og stendur fram til klukkan 15. Staðurinn er ekki af verri endanum, eða sjálf Bugða sem fellur í Meðalfellsvatni og sameinast Laxá í Kjós. Veiðivon er góð í Bugðu á þessum tíma og teljast verður afar líklegt að allir setji í og landi fiski, þegar búið verður að stilla allt af.

Kennd verður ólík tækni við silungsveiðar. Allt frá straumfluguveiði yfir í þurrflugu og púpur. Þá verður farið yfir lífríkið og hvernig best er að lesa vatn þegar veiða á silung.

Auglýsingin sem birtist í morgun. Miðað við vaxandi áhuga kvenna …
Auglýsingin sem birtist í morgun. Miðað við vaxandi áhuga kvenna á stangveiði ætti þetta að vera kærkomið tækifæri. Ljósmynd/Laxá í Kjós

Frekari upplýsingar má fá á heimasíðu Laxá í Kjós, eða laxaikjos.is. Fyrir óþolinmóðar er hægt að skrá sig strax með því að senda póst á halli@laxaikjos.is.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert