Blaðamaðurinn ósammála virtum miðli um Albert

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Einn þekktasti íþróttablaðamaður heims, Fabrizio Romano, segir að ítalska knattspyrnufélagið Genoa hafi ekki hafið viðræður af alvöru við neitt félag um landsliðsmanninn Albert Guðmundsson. 

Albert Guðmundsson hefur farið á kostum með Genoa á tímabilinu og var frammistaða hans með íslenska landsliðinu í umspilinu fyrir EM ekki að minnka áhugann á honum. 

Ítalski miðil­inn virti Gazzetta dello Sport fullyrti um daginn að stórlið Inter Mílanó væri komið með yfirhöndina í kapphlaupinu um Albert. Tók miðilinn þó fram að það væri frá hlið Alberts.

Fabrizio Romano nefnir Inter ekki sérstaklega og segir að mörg félög séu á eftir honum en að engin tilboð hafi borist enn. Líklegt þykir að Albert fari í sumar og eru væntanleg félagaskipti hans helsta umræðan í ítalska boltanum um þessar mundir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert