Nóg að heyra hann öskra nafnið sitt

„Hann er frábær þjálfari og gerði öllum grein fyrir sínum hlutverkum,“ sagði knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir í Dagmálum.

Rakel, sem er 35 ára gömul, á að baki 103 A-landsleiki fyrir Ísland en hún lék síðast í efstu deild sumarið 2020 og hefur ekki hug á því að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn.

Vissir nákvæmlega hvað þú áttir að gera

Rakel lék með Breiðabliki þegar Þorsteinn Halldórsson, núverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tók við Blikum árið 2015 en hann gerði liðið að Íslandsmeisturum sama ár eftir að liðið hafði verið í talsverðu basli árin á undan.

„Það hjálpar mikið að fara inn á völlinn og þú veist nákvæmlega hvað þú átt að gera,“ sagði Rakel.

„Það var nóg að heyra hann öskra nafnið sitt, þegar maður stóð inn á vellinum, og þú vissir nákvæmlega hvað þú gerðir vitlaust,“ sagði Rakel meðal annars.

Viðtalið við Rakel í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert