Spá mbl.is: Tíunda sætið

Keflavík hélt sæti sínu í deildinni í fyrra eftir harða …
Keflavík hélt sæti sínu í deildinni í fyrra eftir harða fallbaráttu. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Keflavík hafnar í tíunda og neðsta sæti Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á komandi keppnistímabili, samkvæmt spá Morgunblaðsins og mbl.is.

Keflavík fékk 42 stig þegar atkvæði spámannanna voru lögð saman en þar voru gefin stig frá einu (fyrir 10. sætið) upp í tíu (fyrir fyrsta sætið).

Keflavík hafnaði í áttunda sæti deildarinnar í fyrra og bjargaði sér þá frá falli með því að sigra fallna Selfyssinga, 1:0, í lokaumferðinni á meðan ÍBV tapaði fyrir Tindastóli. Keflavíkurliðið leikur þar með fjórða árið í röð í efstu deild en besti árangur sem það hefur náð er 3.-4. sæti árið 1975 og fjórða sætið árið 2007. Þá lék Keflavík til úrslita í bikarkeppninni árin 1991 og 2007.

Sterkir leikmenn eru farnir frá Keflavík en meðal annars fór Sandra Voitane aftur til ÍBV, Mikaela Nótt Pétursdóttir aftur í Breiðablik og Dröfn Einarsdóttir fór til Grindavíkur. Þá eru Ameera Hussen og Madison Wolfbauer horfnar á braut og Caroline Van Slambrouck lagði skóna á hilluna. 

Þrír erlendir leikmenn eru komnir til Keflavíkur, þar á meðal bandaríski bakvörðurinn Susanna Friedrichs sem áður lék með Selfossi.

Jonathan Glenn er að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari Keflavíkur.

Komn­ar:
2.3. Eli­anna Be­ard frá Macca­bi Kiryat (Ísra­el)
1.3. Sa­orla Miller frá Kan­ada
9.2. Sus­anna Friedrichs frá Na­poli (Ítal­íu)
7.2. Kamilla Huld Jóns­dótt­ir frá Ein­herja
1.2. Marín Rún Guðmunds­dótt­ir frá Njarðvík

Farn­ar:
13.4. Esther Júlía Gustavs­dótt­ir í ÍR (lán)
11.4. Ameera Hus­sen til Banda­ríkj­anna
12.3. Kristrún Blön­dal í ÍR (lán)
19.2. Arn­dís Snjó­laug Ingvars­dótt­ir í HK
  1.2. Sandra Voita­ne í ÍBV
  1.2. Amel­ía Rún Fjeld­sted í Fylki
  1.2. Dröfn Ein­ars­dótt­ir í Grinda­vík
  1.2. Júlía Ruth Thasap­hong í Grinda­vík
  1.2. Mar­grét Lea Gísla­dótt­ir í Breiðablik (úr láni)
  1.2. Mika­ela Nótt Pét­urs­dótt­ir í Breiðablik (úr láni)
Carol­ine Van Slambrouck hætt

Fyrstu leikir Keflavíkur:
22.4. Breiðablik - Keflavík
27.4. Keflavík - Stjarnan
  2.5. Fylkir - Keflavík
  8.5. Keflavík - Valur
14.5. Þór/KA - Keflavík

Lokastaðan:
1 ??
2 ??
3 ??
4 ??
5 ??
6 ??
7 ??
8 ??
9 ??
10 Keflavík 42

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert