„Þetta mál er í rannsókn“

Elísa Viðarsdóttir.
Elísa Viðarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er auðvitað mikið áfall. Það er sárt að sjá á eftir þessum stelpum,“ segir Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu, en þrír byrjunarliðsleikmenn liðsins hafa slitið krossband í hné og missa af tímabilinu í Pepsi-deildinni.

Þetta eru þær Mist Edvardsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Elísa Viðarsdóttir, en tvær síðastnefndu meiddust í leikjum með landsliðinu. Elísa hefur verið byrjunarliðsmaður í landsliðinu en í gær varð endanlega ljóst að hún missir af EM í sumar.

Úlfur, sem tók við Val síðasta haust, tekur undir að spurningar vakni óhjákvæmilega þegar þrír leikmenn slíta krossband á svo skömmum tíma.

„Við þurfum að skoða verkferla bæði hjá okkur og knattspyrnusambandinu. Þetta er leiðindamál og þegar þrír leikmenn hafa slitið krossbönd þarf eðlilega að skoða málið. Ég hef verið í miklu sambandi við landsliðsþjálfarann [Frey Alexandersson] og við vinnum þetta í sameiningu. Þetta mál er í rannsókn,“ segir Úlfur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert