Innlent | Morgunblaðið | 1.6 | 5:30

Samstarf í Kópavogi samþykkt

Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Kópavogi samþykkti samhljóða meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk á fundi sínum í gærkvöldi. Á fundinum kynnti Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokks í Kópavogi, samkomulagið áður en gengið var til atkvæða. Meira

Innlent | mbl | 29.5 | 14:55

Ómar segist ekki hafa óskað eftir skriflegu tilboði Samfylkingar

„Ég hef aldrei óskað eftir neinu skriflegu tilboði frá Samfylkingunni. Það liggur alveg ljóst fyrir," sagði Ómar Stefánsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi, um gagnrýni Samfylkingarinnar í Kópavogi á framgöngu flokksins eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Meira

Innlent | mbl | 29.5 | 13:21

Segja Framsóknarflokk í Kópavogi hafa viljað halda öllum volgum

Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi segir í tilkynningu, að ljóst sé að frá byrjun hafi enginn vilji verið hjá framsóknarmönnum í bænum til að mynda nýjan meirihluta með Samfylkingu og Vinstri-grænum en samt sem áður hafi þeir kosið að halda öllum aðilum volgum í þeirri von að þannig myndu þeir bera mest úr bítum. Meira

Innlent | mbl | 28.5 | 0:27

Talningu lokið í Kópavogi

Mynd 305851

Talningu atkvæða er lokið í Kópavogi og náði Sjálfstæðisflokkur ekki hreinum meirihluta. Meirihlutinn í bænum heldur þó því Framsóknarflokkurinn fær einn mann. Alls greiddu 14.930 atkvæði og skiptust þau þannig; Framsóknarflokkur fékk 12% og einn bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkur fær 44,3% og 5 bæjarfulltrúa, Samfylking fær 31,1% og 4 fulltrúa, Vinsti grænir fá 10,4% og einn mann. Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 23:06

„Athyglisvert hversu fylgi Framsóknarflokks hrapar“ segir oddviti vinstri-grænna í Kópavogi

Ólafur Þór Gunnarsson.

Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti vinstri-grænna í Kópavogi, segir það vekja athygli hversu mikið Framsóknarflokkurinn hrapi í fylgi miðað við nýjustu tölur og góðan árangur síns flokks að nær tvöfalda fylgi sitt miðað við síðustu kosningar. „Það er grundvallaratriði að við náum að festa okkur í sessi í Kópavogi með mann og ég vona að Framsóknarflokkurinn hugsi sig alvarlega um áður en þeir láta Sjálfstæðisflokkinn ganga endanlega frá sér,“ sagði Ólafur um ellefuleytið í kvöld. Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 22:43

„Stutt í að sjötti maður Sjálfstæðisflokks felli fjórða mann Samfylkingar“ segir Gunnar Birgisson

Sjálfstæðismenn í Kópavogi taka á móti Gunnari Birgissyni á...

Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri, á von á því að flokkurinn hljóti fylgi upp á 45- 48% og segist halda að það endi í 46%. „Það er mjög stutt í það að sjötti maður Sjálfstæðisflokksins felli fjórða mann Samfylkingar,“ sagði Gunnar í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins um hálfellefuleytið í kvöld. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 26.5 | 5:30

Ekki gerðar athugasemdir við ávísanir í Kópavogi

Yfirkjörstjórn í Kópavogi sér ekkert athugavert við að bæjaryfirvöld í Kópavogi hafi sent hluta bæjarbúa ávísun með endurgreiðslu vegna fasteignagjalda, né það að Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri hafi undirritað bréf sem fylgdi ávísuninni, segir Jón Atli Kristjánsson, formaður kjörstjórnar í Kópavogi. Meira

Innlent | mbl | 25.5 | 0:31

VG í Kópavogi kvartar til yfirkjörstjórnar

Vinstrihreyfingin-grænt framboð í Kópavogi mun óska eftir því við yfirkjörstjórn í bænum að hún meti hvort um eðlilega stjórnsýsluhætti í kringum kosningar sé að ræða þegar Gunnar Birgisson, bæjarstjóri, sendi bréf til bæjarbúa með viðfestri ávísun á bæjarsjóð Kópavogs. Meira

Innlent | mbl | 24.5 | 22:11

Sjálfstæðisflokkur með hreinan meirihluta í Kópavogi samkvæmt könnun

Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta í Kópavogi í kosningunum á laugardag samkvæmt könnun, sem Gallup hefur gert fyrir Ríkisútvarpið og birt var í Sjónvarpinu í kvöld. Flokkurinn fær 6 fulltrúa af 11 samkvæmt könnuninni og bætir við sig einum manni en Samfylkingin fær þrjá menn og tapar einum. Framsóknarflokkur fær 1 mann samkvæmt könnuninni og Vinstrihreyfingin-grænt framboð sömuleiðis. Meira

Innlent | mbl | 23.5 | 18:50

Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta í Kópavogi samkvæmt nýrri könnun

Kópavogur.

Samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS fréttastöðina, á fylgi stjórnmálaflokka fyrir sveitastjórnarkosningar í Kópavogi, myndi Sjálfstæðisflokkurinn líklega rétt ná hreinum meirihluta atkvæða, fengi sex bæjarfulltrúa en Samfylkingin bætir einnig við sig fylgi. Flosi Eiríksson myndi ná sæti í bæjarstjórn. Framsóknarflokkurinn mælist með 11,7%, en var með 27,9% í seinustu sveitastjórnarkosningum. Vinstri-grænir fá tæp 7%. Sjálfstæðisflokkurinn er með 46,8% fylgi og Samfylkingin 34,7% Meira

Innlent | Morgunblaðið | 23.5 | 5:30

Samgöngubætur í brennidepli í Kópavogi

Ráðast þarf í margvíslegar framkvæmdir og úrbætur í samgöngumálum í Kópavogi á næsta kjörtímabili að mati efstu manna framboðslistanna fjögurra, sem bjóða fram í bæjarstjórnarkosningum. Leggja sumir þeirra einnig mikla áherslu á eflingu almenningssamgangna í bænum. Meira

Innlent | mbl | 22.5 | 18:37

Segir Kópavogsbæ ekki hafa greitt 40% af framkvæmdakostnaði við Sunnuhlíð

Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VG í Kópavogi, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að því fari fjarri að Kópavogsbær hafi lagt fram 40% af byggingarkostnaði við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, eins og Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, hafi haldið fram. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 22.5 | 5:30

Hvött til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn

Una María Óskarsdóttir, sem skipar þriðja sætið á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi, fékk símtal frá kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins þar sem hún var hvött til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórnarkosningunum. Meira

Innlent | mbl | 21.5 | 7:19

Sjálfstæðismenn fengju 6 fulltrúa í Kópavogi samkvæmt könnun Fréttablaðsins

Sjálfstæðisflokkur fengi hreinan meirihluta í Kópavogi með 49,9 prósenta fylgi og sex bæjarfulltrúa samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Framsóknarflokkur fær 9,7 prósent í könnuninni. Það er rúmum átján prósentustigum minna en flokkurinn fékk í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkur fengi því einn mann kjörinn nú. Meira

Innlent | mbl | 13.5 | 12:35

Meirihlutinn heldur velli í Kópavogi samkvæmt Gallup könnun

Töluverð breyting er á fylgi flokkanna í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 27. maí, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup og greint var frá í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu. Framsóknarflokkurinn fékk 28% fylgi í kosningunum 2002 en fær einungis 8% nú, samkvæmt könnuninni. Framsókn fékk þrjá bæjarfulltrúa í síðustu kosningum en fær einn nú. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar heldur þó velli samkvæmt könnuninni.

Innlent | Morgunblaðið | 13.5 | 5:30

VG í Kópavogi leggur fram stefnuskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna

Ólafur Þór Gunnarsson og Guðbjörg Sveinsdóttir eru í...

Sveitarstjórnarkosningarnar í vor í Kópavogi snúast um þjónustu við fólk og hvernig búið er að því fólki sem býr í Kópavogi. "Í því sambandi leggjum við áherslu á að sveitarfélagið á ekki að reka eins og fyrirtæki heldur á að reka það eins og samfélag. Þjónusta við bæjarbúa á að vera í forgangi og með því meðal annars að reka kröftuga menningarstefnu gerum við þetta að öflugra og sterkara samfélagi. Bærinn á að vera fyrir alla íbúana og við segjum þröskuldana burt. Þegar við segjum það erum við ekki bara að tala um þröskulda sem hindra aðgengi, heldur erum við einnig að tala um þröskulda sem hafa áhrif á það hvernig fólk getur tekið þátt í samfélaginu," sagði Ólafur Þór Gunnarsson, fyrsti maður á lista VG í Kópavogi meðal annars á fundi í gær þar sem stefna VG í Kópavogi var kynnt. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 9.5 | 5:30

Hugmyndir sjálfstæðismanna í Kópavogi um vöggustofur: Fagfólk sinni þjónustunni

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri og efsti maður á framboðslista sjálfstæðismanna í Kópavogi, segir aukna aðkomu fagfólks vera helsta muninn á þeirri þjónustu sem dagforeldrar veiti í dag og þeirri sem fyrirhugaðar vöggustofur myndu hafa í boði. Meira

Innlent | mbl | 30.3 | 18:48

Meirihluti bæjarráðs í Kópavogi samþykkir tillögu um 30% lækkun leikskjólagjalda

Leikskólabörn í Kópavogi syngja í tilefni 50 ára afmælis...

Meirihluti bæjarráðs Kópavogs ákvað á fundi sínum í dag að lækka leikskólagjöld hjá Kópavogsbæ um 30% að tillögu meirihluta leikskólanefndar. Bæjarráð segir ákvörðunina hafa verið tekna með hliðsjón af góðum rekstri bæjarsjóðs. Meira

Innlent | mbl | 23.3 | 14:49

Framsóknarflokkurinn í Kópavogi birtir framboðslista

Listi Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor var samþykktur á fundi fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í gærkvöldi. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi, er í efsta sæti en hann sigraði í prófkjöri flokksins í vetur. Meira

Innlent | mbl | 31.1 | 10:45

Framboðslisti VG í Kópavogi samþykktur

Framboðslisti VG í Kópavogi fyrir komandi sveitastjórnakosningar í vor var samþykktur á félagsfundi hreyfingarinnar í gærkvöld. Fjögur efstu sætin voru bundin eftir prófkjör sem haldið var í lok nóvember. Meira